AIC – ÍSLAND / ICELAND
|
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/
|
|
|
|
Effective from 25 MAY 2018
Published on 25 MAY 2018
|
|
|
|
Starfræksla skrúfuflugvéla í ísingarskilyrðum /
Operation of propeller aircraft in icing conditions
|
|
Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa
|
|
1 Starfræksla skrúfuflugvéla í ísingarskilyrðum
|
Rannsókn á flugslysi sem varð á Írlandi, hefur leitt í ljós áður óþekkt fyrirbrigði, sem stafar af áhrifum hraða loftskrúfunnar (RPM), á ísmyndun sem verður á þeim hlutum loftfarsins, sem eru í skrúfuröstinni (slipstream).
|
Yfirgripsmikil rannsókn hefur sýnt, að hraði loftskrúfunnar getur haft áhrif á það, hvers konar ísmyndun verður í skrúfuröstinni á yfirborði vængsins.
|
Margir framleiðendur loftskrúfa mæla með því að hraði loftskrúfunnar sé aukinn í ísingarskilyrðum, til þess að bæta afköst afísingarkerfis loftskrúfunnar og til þess að minnka titringinn sem orsakaðist af ójafnri dreifingu ísingarinnar og þegar ísinn kastast burt af henni.
|
Það er ljóst af ofangreindri rannsókn, að annars konar áhrif eru einnig möguleg, þegar hraði loftskrúfunnar er ekki aukinn í ísingarskilyrðum, að minnsta kosti í vissum staðsetningum hreyfils og loftskrúfu.
|
Uppbygging íss á skrúfublöðum getur valdið mjög ókyrrum loftsraumi í röst loftskrúfu, sem snýst á venjulegum snúningshraða. Ennfremur hefur verið staðfest í rannsókninni, að í miklum ísingarskilyrðum örvar þessi ókyrri loftstraumur myndun þunns og óslétts íslags á köldum væng, yfir 100% vænglínunnar á því svæði sem er í skrúfuröstinni. Þessi gerð ísmyndunar veldur rofi vængloðsins og alvarlegri skerðingu lyftistuðuls - miklu meira en venjuleg ísmyndun veldur.
|
Þá hefur einnig komið fram, að minnka má ókyrrðina í skrúfuröstinni með því að auka hraða loftskrúfunnar, sem einnig er eðlilegt til þess að auka áhrif afísingarkerfis skrúfublaðanna. Hin minnkandi ókyrrð dregur síðan mjög úr ísmyndun á nálæga vænghluta og vængildi.
|
Það er því mjög brýnt fyrir flugliða, að tryggja að farið sé bókstaflega eftir starfsaðferðum þeim sem lýst er í flughandbókum eða og rekstrarhandbókum loftfara um flug í ísingarskilyrðum eða í skilyrðum þar sem búast má við slíkum skilyrðum, sérstaklega fyrirmælum sem varða hvenær auka eigi hraða loftskrúfa.
|
|
Upplýsingabréf fellt út gildi:
|
|
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|
|
|